Bloggið;
Hver er tilgangurinn með bloggi? Jú svo að aðrir geti lesið um líf manns og aðrar hugsanir.

Ég er með bloggsíðu og er hún búinn að vera starfrækt í tvö ár.
Á þessum tveim árum hef ég skrifað akkurat 500 blogg. Ég er mjög stoltur af mér.

Fólksfjöldi;
Einu sinni komu margir inná síðunna mína um 100-120 á dag sem er alveg fínt. Reyndar hefur það dalað eftir að ég hef verið latari og latari við að skrifa.
Núna koma aðeins 10-30 á dag eða eitthvað fáránlega lítið.

En seinustun mánuði er ég líka bara búinn að vera í þó nokkuri ritstýflu eins og það kallast skrifa sjaldan og það sem ég skrifa er ekkert merkilegt. En svona er þetta bara.

Nafnið;
Síðan mín, fyrir forvitna, er www.cisse.blogspot.com. Nafnið fékk ég fyrir tveim árum útaf uppáhaldsfótboltamanninnum mínum sem er reyndar farinn til Liverpool núna og heitir Djibril Cisse.

Engin pæling bak við það enda var ég bara gutti þá.

Heimasíðugerð;
Ég legg það á vana minn að breyta stundum síðunni, ekki oft þó.
Ég geri líka síðunna alveg sjálfur frá grunni, það er lang skemmtilegast.
Ég er með síðunna mína á blogger og hef gert margar síðurnar þar, líka fyrir vini og vandamenn.

Fólk.is;
ég hata það.

Lokaorð;
Endilega skrifið ykkar lýsingu á bloggi, og ekki tala um folk.is síður.
Það er ekki ekta bloggsíður.

Kíkjiði á síðuna mína og veriði bless