Smá punktar sem ég vill koma frá mér.
Ekki senda inn spurningar á korkana sem tengjast Blizzard leikjum ekki neitt. Dæmi:
'Hvað er í matinn hjá ykkur á jóladag?'
'Afhverju get ég ekki tengt X við Y???'
Svo fór ég í gegnum allar þær kannanir sem átti eftir að skoða og nú er 70 daga bið samtals. Ég held að það sé búið að spyrja um allt sem hægt er að spyrja um.
Síðan er líka það þegar fólk sendir inn kannanir á borð við þessa sem ég fékk:
'Á hvaða relm spilaru?'
' - Vashj'
' - Ahn'Qiraj'
' - Grim Batol'
' - Earthen Ring'
' - Stormreaver'
' - Annað'
' - Veit ekki'
Kommon fólk :), ekki spyrja stórar spurningar og hafa 3 - 4 möguleika þegar 50 - 100 spurningar verða að eiga sér stað.
Ef þú hefur miklar og margar spurningar að spyrja og vilt nota könnunar-kubbin, ekki senda inn 8! Sendu heldur inn eina og settu þráð á korkana.
Fleira var það ekki, en takk fyrir að lesa Mánudags-spammið mitt.
Kveðja, Steini.