Ágúst tölur. Ágúst tölurnar eru komnar í hús, og Blizzard leikir eru enn í þriðja sæti yfir vinsælustu áhugamál á huga (ef áhugamál eins og forsíða, háhraði og egó eru ekki talin með).

Topp 10 listinn:


1. Forsíða: 696.597 flettingar, 12,07% heildaraðsóknar.

2. Háhraði: 488.780, 8,47%

3. Kynlíf: 395.211, 6,85%

4. Half life: 338.411, 5,86%

5. Blizzard leikir: 337.648, 5,85%

6. Egó: 324.209, 5,62%

7. Sorp: 261.719, 4,53%

8. Hljóðfæri: 216.242, 3,75%

9. Brandarar: 187.083, 3,24%

10. Metall: 130.866, 2,27%

Áhugamál utan topp 10 listans spanna 41,53% aðsóknar huga.

Svona líta þær víst út fyrir Ágúst. Blizzard leikir eru mjög nálægt Half life, og miðað við breytingar á tölum undanfarið, þá er hægt að telja það nokkuð víst að Blizzard leikir fari í annað sætið eftir september.
Þetta lítur semsagt alltsaman mjög vel út, Blizzard leikir voru með 310.243 flettingar og 5,34% heildaraðsókn huga í júlí. Í ágúst var aðsóknin 337.648 flettingar, og 5,85% heildaraðsókn huga. Það þýðir 27.405 fleiri flettingar og 0,51% hærri prósenta af heildaraðsókn.

Ekki verður farið frekar í tölfræðina, en þetta lítur semsagt eins og áður var tekið fram, mjög vel út.