Það hefur borið talsvert á því hérna á /blizzard að menn séu að pósta korkum sem koma /blizzard ekkert við.
Ég er að sjá korka sem að hljóða svona
“hey, ég var í tölvunni í gær og ætlaði í wow en svo bara komst ég ekki í hann, hvað á ég að gera”
Well í fyrsta lagi er það alveg augljóst, það er eitthvað að, gæti verið eitthvað að hjá þér eða þá að serverinn sé niðri.
Ég veit að þið hafið mikla þörf fyrir að segja þetta hér á /blizzard en það er einfaldlega algjörlega óþarft, þetta áhugamál fjallar um Blizzard og tölvuleikina sem blizzard hefur gefið út, ekki hvernig stemningu tölvan ykkar eða einhverjir serverar eru í tiltekin kvöld.
Einnig þessir Test serverar eða hvað sem þeir eru, voru 13 korkar um þá alveg nauðsinlegir? Mér finst það ekki, þannig að ég vil biðja ykkur kæru notendur að áður en að þið sendið inn korka, hugsið aðeins útí það fyrst “kemur þetta blizzard við?” og ef ekki þá sleppiði því að senda korkinn inn, ef þetta kemur blizzard við megiði senda hann inn.
Einnig geri ég mér fullkomna grein fyrir því að korkar um það afhverju þið komist ekki í wow eða hvort eitthvað sé að tölvunni ykkar því að þið komist ekki inní wow sé mjög mikilvægt í ykkar augum og ykkur finnist að þið verðið að skella einum korki um það á /blizzard til að fá svar við þessu þá kemur þetta /blizzard ekkert við, það er til gott áhugamál sem heitir “tölvur og tækni”, þar er mun nær að svona korkar eigi heima.
Einnig vil ég benda á að stjórnendur /blizzard áskilja sér allan rétt til þess að eiða út öllum korkum sem okkur finst að eigi ekki heima hér, ef menn eru að senda inn nokkra korka sem eiga ekkert heima hér MUN þeim vera send viðvörun þar sem að við bendum á að þeir séu ekki að gera rétt og ættu bara að taka sér smá hlé á korkasendingum.
Með von um að þið takið mark á þessu
-Stjórnendur Blizzard-