Við Föruneytismenn ákváðum að kíkja núna í kvöld í Karazhan. Við höfum átt í vandræðum með að attuna rétta klassa en okkur tókst loksins að púsla saman vel balanced raidi núna í kvöld.
Við byrjuðum á slaginu 20:00 með 10 manns tilbúna. Clearuðum að Attumen og… vorum of lengi að því og fengum respawns í bakið og wipuðum. Við ákváðum þá að taka þetta með trompi og drifum okkur með trashið og tókum Attumen og sýndum honum hvar við íslendingarnir kaupum ölið!(Worgen Claw Necklace - Bracers of the White Stag)
Eftir þetta var ákveðið að explora aðeins, við kíktum í Servant's Quarters þar sem við héldum það væru svo frábærir þessir random bossar þar. Komumst svo að þeirri skemmtilegu staðreynd að þeir droppa allir algjöru rusli og eru bara ömurlegir þegar við vorum búnir að cleara allt trash þarna inni. Svekk! Svekk! Svekk!
Eftir þessar harmfarir héldum við aftur að Attumen og clearuðum upp stigann þar og að Moroes og wipuðum á honum. Sama heppnin elti okkur og þegar við ætluðum að fara til hans, þá var að sjálfsögðu allt trashið respawnað. Og þá komumst við að því að við hefðum alveg eins getað labbað upp stigan sem er beint á móti manni þegar maður kemur inn í instancið. Meira svekk…
Við tókum nokkrar tilraunir á Moroes en náðum mest að drepa 3 adda og ná honum sjálfum í 90% ef ég man rétt. Þetta tók okkur um 3 og hálfann klukkutíma og á þessum tíma áttuðum við okkur alltaf meira og meira hversu gott það er að hafa map af instancinu.
Þetta var fínt kvöld, tökum Moroes á morgun fosho…