Í kjölfarið var henni gert að gangast undir próf til að sanna kynferði sitt, sem mörgum þótti móðgun við hana. Bandarískir fjölmiðlar segja að efni skýrslunnar hafi verið lekið til þeirra og þar sé upplýst að hún sé tvíkynja, hún sé bæði karl og kona, þó með kynfæri konu en ekki karls. Þá mælist testósteronmagn hennar þrefalt meira en annarra kvenna.