Það á ekki að hafa aldurstakmörk, bara fara yfir umsóknir, þá er nánast hægt að sjá muninn á spilurum.
Ég myndi t.d. aldrei hleypa 20 ára gaur sem skrifar:
“Hei m8s i w4nt too joiin ur gild”
Frekar 12 ára sem kemur þessu betur út úr sér, vegna þess að oftast má greina spilamennskuna með því að sjá hvernig hann skrifar, en samt ekki alltaf. Eins og þessi mynd sýnir, gæjinn er tólf ára og talar eins og hann sé hálfur breti og hálfur íslendingur, enskuslettir og styttir alltof mikið en er trúlega ágætur spilari.