Já eina takmarkið fyrir utan það að þetta kennir þér að hafa samskipti við fólk í öðrum löndum, þótt ótrúlegt sé aflar þetta þér mikillar ensku kunnáttu fyrir þá sem ekki kunnu hana til að byrja með. Þú eignast vini frá öðrum löndum, spilar með fólki frá öðrum löndum og talar við fólk frá öðrum löndum sem sumum finnst mjög skemmtilegt og krefjandi.
Ekkert að því að eyða nokkrum árum í þennan leik í hófi.
Ég trúi því alls ekki að þú eigir ekki 1-3 klukkustundir af frítíma á dag.. kemur heim kl 12.. ferð að sofa kl 1, þá ertu búinn að vinna þér inn eina klukkustund sem þú hefur til þess að spila WoW í staðinn fyrir að gera ekki blautann skít, svona má lengi telja en ég nenni því ekki.
Ég spilaði þennan leik, og ef þú þekktir mig.. þá væriru frekar hissa að heyra það, ég er allstaðar, alltaf. Eitthvað að ské í bænum? Ég er þar. Eitthvað partý hjá einhverjum? Ég er þar.
Drykkjukeppni einhversstaðar? Ég er þar(að vinna hana).
Fótbolti/Körfubolti úti á kvöldin? Ég er þar.
Rúnthringurinn á kvöldin? Ég er þar.
Samt bjó ég mér til tíma til þess að spila þennan leik og hafa gaman af því. Málið er bara að þú kannt það ekki, vegna þess að miðað við hvernig þú talar um það þá lítur allt út fyrir það að ef þú byrjar að spila einhvern leik, þá geriru of mikið af því.