Af skrifum þínum að dæma, myndi maður halda að þú værir 10 ára, þannig að ég myndi ekki vera svona stoltur af því að hafa tekið mér 17 ár til að ná þeim þroska. Þú þyrftir t.d. hjálp með íslenskuna. Maður setur ekki punkt á eftir upphrópunarmerki.
Ef enginn hjálpaði neinum, heldur héldi öllu sem hann lærði fyrir sjálfann sig, væri ekki mikil framför heldur. Ef enginn spyrði spurninga og reyndi þess í stað að komast að því sjálfur gengi það líka umtalsvert hægar. Pældu aðeins í því.
Bætt við 23. desember 2007 - 01:07
Til dæmis, var ég heima hjá vini mínum einu sinni og sá að hann var með prósentutölur í stað hp/total hp. Ég spurði hann, “Hvernig geriru þetta svona?” Hann sýndi mér það í stað þess að fara að tala um hvað ég væri mikill núbb að hafa ekki stúderað interface options til hins ýtrasta eftir að ég byrjaði aftur að spila wow.