Fánn, ekki fáni. Fáni er efnisbútur, oft með einhvers konar tákni sem er yfirleitt hengdur upp á stöng við ýmis tilefni. Það er nóg af þeim í WoW. Fánn er hinsvegar skógarvera, oft tengd gríska villiguðnum Pan, sem líkist mönnum, en er þó með geitafætur. Einnig kallað Satyr. Og eins og flestir sem hafa spilað WoW eitthvað vita má finna Satyra víða á Azeroth, t.d. í Ashenvale og instancinu Maraudon.
Þessi einstaki fánn hinsvegar er úr myndinni “Narnia” sem er byggð á bókinni “Ljónið, nornin og skápurinn” eftir C.S. Lewis og tengist WoW því ekki beint.
Peace through love, understanding and superior firepower.