Fólk er nokkurn veginn búið að komast að því að leikurinn sem Blizzard mun tilkynna í dag sé Starcraft 2. Hér koma nokkrar vísbendingar:
1. Niðurtalningin á Blizzard.com. Á ákveðnum tímum hafa komið blá flöss sem miklir blizzardleikjaáhugamenn hafa ráðið í. Þeir tóku mínútuna sem stóð þegar flassið kom og breyttu henni í bókstaf eftir kerfinu 1=a, 2=b, 3=c o.s.frv. Þetta endaði sem: “Somebody call for an exterminator” sem er lína sem Ghost unitið í Starcraft sagði þegar productionið á því var búið.
2. Heimasíðan www.starcraft2.com er skráð á fyrirtækið Vivendi sem á m.a. Blizzard og Sierra. Þegar maður slær inn www.starcraft2.com þá lendir maður inni á heimasíðu blizzard.
3. Í WarcraftIII voru módel af Starcraft unitum sem bendir til þess að WarcraftIII vélin verði notuð til að búa leikinn til og að vinnan sé þegar hafin.
Ég er nokkuð viss um að þetta verði Starcraft 2.