Ég var að hugsa um það um daginn að ég myndi ekki eftir neinu sem að var ekki í leiknum sem átti að vera í leiknum. Eftir nokkra athugun þá komst ég þó að þeirri niðurstöðu að það var sumt. Reyndar vissi ég bara um tvennt. Það eru Night álfarnir (flottara en Elfarnir, sem er líka bara málfræðilega vitlaust) Assassin og sentinel. Ég sendi nú hér áður mynd af assassin og þið sem hafið kannski misst af þeirri mynd getið litið á hana. Þetta unit lofaði mjög góðu (man ekki hvort það átti að vera hetja eða eitthvað annað) og átti að hafa eitthvað geggjað flott ability sem að Blizzard sögðu þó aldrei frá. Vinur minn var alltaf að tala um assassin og sagði milljón tillögur um assassin rush (ekki veit ég hvernig hann fór að því, hann vissi ekkert um leikinn, hvað þá building tréð) sem byrjuðu öll á þessum orðum: “byggðu bara skrilljón moon well og 10 kalla-hús…”. En svo kom sentinel í sviðsljósið og þá fór hann alltaf að tala um hann. Hann sagði ýmislegt um hann sem mér fannst harla ótrúlegt og spurði hann hvar hann hefði þessar heimildir. “Huga” svaraði hann. Verst að ég veit ekkert um þetta unit. Á bara pínulitla mynd af því í War3 folderinum mínum.
Vitið þið um eitthvað fleira sem var ekki í leiknum en átti að vera þar (þ.e. “unreleasað”)?
Roggi