Hetjuklúbburinn er alltaf opinn fyrir spilurum sem kunna vel á klassann sinn og sýna metnað en vilja afslappað og vinalegt umhverfi. Innan guildsins eru margir virkilega færir spilarar en við sækjumst frekar eftir félagslega þættinum. Setjast á vent, stríða hvor öðrum fyrir að faila, sötra bjór og drepa bossa.
Við tökum arenas og bgs þá og þegar upp á funnið en erum alls ekki PvP guild. Það leynast nokkrar achievement hórur inna guildsins sömuleiðis. Langflestir í guildinu eru um og yfir 25 ára aldurinn og það er lítið um það að fólk sé að beila á öðrum skyldum fyrir WoW.
Hetjuklúbburinn er eitt elsta og langlífasta Íslendingaguildið í WoW og flestir í guildinu eru RL vinir annað hvort því þeir voru það fyrir eða útaf því að þeir kynntust vel í leiknum.
Ef þetta er félagsskapur sem gæti átt vel við þig þá hvetjum við þig til að sækja um. Eina sem við förum fram á að er að þú sért vel spilandi, sæmilega þroskaður einstaklingur sem veist hvað þú ert að gera og ert ekki dramadrottning né loothóra.