Icelandic StarLeague
Íslandsmótið í StarCraft 2 helgina 3 – 5 Júní.
Helgina 3 – 5 júní nk verður Íslandsmótið í StarCraft 2 haldið í annað sinn.
keppnin verður 1v1 fyrir 32 manns, það verða átta riðlar með fjórum leikmönnum
í hverjum riðli og komast tveir eftstu í riðlunum í keppni um Íslandsmeistarann í StarCraft 2.
Þeir sem lenda í þriðja og fjórða sæti í riðlunum halda áfram í annarri keppni. Það ætti að gefa öllum kost á að spila ágætis magn af leikjum.
Mótið sjálft verður haldið á Köllunarklettsvegi 1 (Kassagerðarhúsið) þar sem við erum með aðstöðu á annari hæð.
Húsið opnar klukkan 14:00 á föstudeginum og lokar 04:00.
Mótið sjálft byrjar klukkan klukkan 19:00.
Skráning:
Skráning fer fram á www.sverrir.is/isl og hvetjum við alla að kynna sér reglur og fara yfir fyrirkomulagið á mótinu.
Staðfesting:
Vegna þess að mótið verður takmarkað við 32 leikmenn viljum við hvetja spilara að staðfesta sig til að vera öruggir með sætið sitt. Þátttökugjaldið er 3.500kr.
Leyfisbréf:
Athugið að þeir sem eru yngri en 18 ára (líka þeir sem eru á 18. ári) þurfa að koma með leyfisbréf undirskrifað frá foreldrum ef þeir vilja taka þátt.
Fyrirspurnir:
Endilega ef það eru einhverjar fyrirspurnir látið í ykkur heyra, við erum allir í að gera
þetta samfélag skemmtilegra og betra þið getið sent spurningar á turbodrake@replays.is
Mbk,
Stjórn Icelandic StarLeague
Gátlisti
* Tölva, með stýrikerfi uppsettu til að tengjast staðarneti og skjár.
* Allar snúrur, powersnúru fyrir tölvu & skjá o.s.frv.
* Heyrnartól; hátalarar eru ekki leyfðir.
* Netkapall (Twisted pair, helst 4-5 metra langur).
* Rafmagnsfjöltengi (mikilvægt)
* Gott er að hafa með sér diska með stýrikerfi, helstu rekla o.s.frv. ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem ekki eru með allra algengustu skjákort og/eða netkort.
* Vírusskanna með nýju/nýuppfærðu vírusavarnarforriti.
* Taka write access af öllum shared möppum, eða setja í það minnsta lykilorð á þær. Annað býður veirusýkingum heim.