Mín túlkun væri nú bara sú að fólkið eru aumingjar og letingjar til að byrja með, tölvufíkn er ekkert nema hentug afsökun.
En ef að fólk átti ekki við vandann að stríða áður en það byrjaði að stunda internetið eða tölvur?
*Að geta ekki hætt í fótbolta jafnvel þó þú sért orðinn góður.
Fólk er ekki að æfa fótbolta til að verða gott og hætta svo að spila. Ekki allir spila til að verða góðir og þeir sem æfa til að verða góðir, æfa (langoftast) til að geta spilað þegar þeir eru góðir. Ég var ekki að segja að þeir sem hætta ekki á lvl 80(85?) í wow séu fíklar, það er mikið að gera í leiknum þó maður geti ekki komist í hærra level. En þeir sem trassera aðra hluti í lífinu til að geta spilað wow eða eyða gífurlegum tíma í wow þó að þeir fái ekki ánægju út úr auka tímanum (og séu meðvitaðir um það).
*Fara á æfingu þegar þú átt að vera læra fyrir próf
Það er náttúrulega aðeins öðruvísi að fara á æfingu miðað við að hanga úti í fótbolta. Myndi líta öðrum augum á það ef maður væri að fara að spila í móti eða gera eitthvað sem er planað fyrirfram með hópi af einstaklingum.
Fótbolti er í raun lélegt dæmi þar sem það er ekki hægt að spila fótbolta jafn mikið og það er hægt að hanga í tölvunni vegna þreytu.
*Geta ekki slitið þig frá fótboltaleik
Það þarf ekki að vera fíkn. Það er ekki fíkn að geta ekki slitið sig frá skrimmi vegna eðlilegra hluta (en að geta það ekki vegna alvarlegra hluta gæti í flestum tilfellum verið vísbending um fíkn).
*Geta ekki slitið þig frá bókalestri
Það getur verið fíkn að lesa, en bækur hafa mun minna addictive potential en tölvuleikir.
*Að geta ekki hætt í ræktinni jafnvel þó þú sért orðinn massaður/kominn í gott form(það er reyndar stimplað þetta sem fíkn líka, bigorexia)
Auðvitað hættir maður ekki að hreyfa sig þegar að maður er kominn í gott form. Það er ennþá hollt að hreyfa sig áfram. En samkvæmt þeirri skilgreiningu sem þú notaðir á fíkn þá gæti þetta verið fíkn. Að reyna að ná einhverjum árangri í líkamsrækt sem er ekki hollur, sérstaklega ef maður gerir það með óhollum aðferðum.
Hvað hitt sem þú nefnir er það ósannað, persónubundið og í raun flest hægt að túlka sem sýndarsamband. Það oftar en ekki hægt að finna raunverulega breytu sem hefur áhrif þarna á milli. Fráhvarfseinkenni af tölvum er einfaldlega ekkert sannaður hlutur, það er hægt að finna kannanir sem eru á báðum áttum.
Flott hjá þér að setja allt annað sem ég nefndi í eitt svar sem svarar minnihlutanum af því.
ég nefndi facebook og farmville.
Ég nefndi atferlisfræðinga sem vinna við gerð tölvuleikja, eru allir sem vinna hjá fyrirtækjunum að borga þeim fyrir ekkert? Hefðu þeir ekki tekið eftir því við greiningu að þeir eru ekki að græða á því að ráða þá?
Ég nefndi fólk sem hefur mjög greinilega verið með mjög mikla og ýkta tölvunotkun sem hefur resultað í einkennum sem eru oft tengd við fíkn og jafnvel dáið vegna þess að það hefur ekki getað hætt í tölvunni í nokkra daga. Er það fólk ekki háð tölvunni?
Ég nefndi fólk sem hefur misst vinnuna vegna tölvunotkunnar
Ef að spilafíkn er fíkn vegna þess að maður getur tapað aleigunni, hvað með það þegar að fólk missir vinnuna vegna mikillar tölvunotkunar?
Ef að það kostaði rosalega mikla peninga að nota WOW og fólk væri ennþá að borga til að nota það og tapa aleigunni, væri það þá fíkn?
–
Flestir þeir hlutir sem ég nefndi í fyrri póstinum voru hlutir sem benda til að manneskja sé með tölvufíkn en þurfa að vera endurteknir og í réttu samhengi til að maður geti verið viss fram yfir eðlilegann vafa. Flest dæmin þín voru líka útúrsnúningur í flestum tilfellum.
Dæmi:
Ég nefni að geta ekki slitið sig frá tölvu til að borða, þú nefnir að geta ekki slitið sig frá fótboltaleik (sem eru yfirleitt sirka 90 mínútur og fela í sér að þú ert í óskrifuðum(eða skrifuðum) samningi við aðra sem eru að spila um að klára leikinn etc.)