Hvað finnst mönnum að spurningin og “hverjir ætla” ætti að vera lengi uppi í senn? 1 vika? 2 vikur? lengra á milli?
Mér finnst reyndar mjög lítið að marka þessar hverjir ætla kannanir því það virðast allir hugarar ætla að gera ALLT.
persónulega finnst mér að það ætti að hætta gefa stig fyrir hverjir ætla og ætla koma því á framfæri við vefstjóra.
ótrúlegt hvað sumir gera fyrir stig. spama korkana og ljúga uppá alla hugara með því t.d. að segjast ætla fara í jeppaferð með öðrum hugurum ef það verður. Ekki sénsinn að allir sem skráðu sig í það eigi síðan eftir að láta sjá sig.
Ég meina hvað er pointið í því að vera svona stigagráðugur, hugi er ekkert bara um það að safna stigum. Þetta er afþreyingar vefur, fólk á að hafa gaman af þessu en ekki keppast um hver er með flest stig, ég skal fúslega viðurkenna að ég var stigagráðugur fyrst þegar ég kom á huga, en ég var nú fljótur að átta mig og hef t.d. ekki skráð mig í “hverjir ætla” nema í ætli í alvörunni að gera það (þið getið tjekkað ef þið trúið mér ekki).
en núna er ég búinn að fara alveg gífurlega útfyrir efnið og ætla aðeins að halda áfram með upprunalega tilgangin með þessum pósti, endilega kommentið á hvað þið viljið hafa kannanir lengi og hugmyndir af könnunum ef þið hafið einvherjar…