Hæ hæ
Ég hef spilað wow núna síðan rétt fyrir tbc.
Ég er nemandi í kvikmyndaskóla íslands og á nú að gera heimildarmynd. Ég hef ákveðið að gera myndina um world of warcraft, áhrifin sem leikurinn hefur á fólk, bæði góð og slæm. Myndin verður ekki árás á leikinn sjálfan, ég spila leikinn ennþá og get ekki beðið eftir cata. En málið er bara þannig að þessi leikur er vafasamt fyrirbæri og langar mig að gera heimildarmynd um það.
Ég er að leita að fólki sem að er til í að leyfa mér að taka viðtal við það, ef viðkomandi vill ekki vera sýndur í mynd er ekkert mál að blurra það og breyta rödd. Myndin verður eins og ég sagði ekki árás á leikinn, þetta verður í raun bara mynd um wow yfir höfuð, fólk sem líkar myndina fer kannski að spila leikinn í kjölfarið á meðan aðrir kunna að forðast hann. Mig langar líka að athuga hvort að wow hafi verið staðgengill fyrir fíkn/alkahól fyrir einhvern hér.
Hafir þú áhuga á þessu endilega sendu mér lína hérna á huga.