Við hjá Byl ætlum að halda online mót í StarCraft 1 sem hefst föstudaginn 6. ágúst klukkan 18. Spila má á hvaða platform sem er, en mælt er með brainfuck.nord.is eða theabyss hjá ICCup. Nota skal Antihack Launcher. Kort fáið þið hér. Ef ykkur vantar StarCraft getið þið sótt hann í multiplayer útgáfu á http://files.theabyss.ru/sc/starcraft.zip (120mb). Til þess að komast inn á brainfuck.nord.is, íslenskan starcraft server, náið þið í Bnet Gateway Editor, búið til gateway með host name brainfuck.nord.is og bætið í gateway safnið. Iccup eru með registry file til þess að setja theabyss serverinn hjá iccup inn í kerfið.
Meira: http://bylur.is/starcraft-1-mot-byls-6-agust-910/