Umræðurnar hófust með því að ég sagði við hann að hann myndi ekki deyja út á næstunni vegna þess að þeir eru að patcha öll/flest glitch ásamt því að gefa út nýja aukapakka og bæta við leikinn til að halda honum ávanabindandi.
Svörin sem ég fékk frá honum fengu mig til að hugsa út í hvort Wow væri að deyja út, persónulega hætti ég í wow vegna þess að gamecardið var alltaf að hækka og ég sem grunnskólanemandi hef ekki efni á því að borga gamecard á 2 mánaða fresti og foreldrarnir eru ekki hrifnir af því heldur sem mér finnst mjög skiljanlegt.
En svörin sem ég fékk frá vini mínum hljómuðu svona:
Þeir eru alltaf að bæta við nýjum og nýjum aukapökkum og hækka verði' á þeim.Með því að gera það verður erfiðara að fá nýja spilara inn í leikinn vegna þess að til þess að byrja í WoW og vera ekki out of date þarftur að borga amk fyrir fyrstu 3 aukapakka sem gera í kringum 8-10 þúsund krónur og eftir fyrsta prufumánuðinn þarftu að kaupa gamecard sem kostar í kringum 6 þúsund.Sem sagt til þess að byrja í wow þarftu að borga nálægt 15 þúsund krónur.Plús síðann þessi nýji aukapakki sem mun allavega kosta svipað og wotlk.
Sem sagt í mjöög stuttu máli eru Blizzard að selja þetta of dýrt og ég veit að þeir geta selt þetta á mun lægra verði þó að það sé nú kreppa.
Endilega ræðið.
…