Það er enginn grunnur á málum hvað varðar ólöglegan hugbúnað, ein af mörgum ástæðum fyrir því að allt er fljótandi í því. Þar sem að internetið er nánast löglaust fer fram dreifing á allskyns löglausu efni á netinu, þótt það sé verndað höfundarrétti. Ég hef engan rétt á því að banna umræður og skoðanaskipti varðandi betuna. Ég hef fengið ströng fyrirmæli hvernig vefnum skal háttað hvað varðar þetta (t.d. hefur mér verið meinað að setja upp gameplay videos, hvað þá hjálp við að koma betunni í gang á einkaserver) og ég verð að fylgja því svo ég eða aðrir adminar fáum ekki franska lögfræðinga upp í okkar óæðri enda.
Ég get ekki meinað ykkur að ræða þetta annars staðar, þó…<br><br>Villi