Sakna WoW fílingsins
Verð að viðurkenna að ég er old time wower og hef spilað bara frá byrjun en uppá síðkastið hef ég bara hætt að geta haldið einbeitingu í þessum leik, hann er hættur að skemmta mér á kvöldin, og mér bara hundleiðist í honum þótt mig langi svo innilega að geta fundið fyrir skemmtum á meðan ég spila hann svo ég þurfi ekki að finna mér eitthvað annað að gera til að halda mér afþreyingu. Ég er bara að lenda meira og meira í stökustu vandræðum í að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera þegar mar er hættur í wow… hvað á mar að taka til máls..?