Eru menn búnir að kíkja í ICC? (þá meina ég 10/25 manna)
Ef svo er hvernig hefur gengið?
Eruði í 10 eða 25 manna?
Hvað eruði komnir langt?
Einhver achievements komin í hús?
Einhver krúttleg loot búin að droppa fyrir ykkur?
Eitthvað annað sem þið viljið bæta við?

Endilega deilið ykkar upplifun af raidinu.


Sjálfur er ég búinn að vera í guild leit or er nýkominn inn í almennilegt raiding guild eftir mikla raiding pásu.

Kíkti aðeins í ICC10 fyrir reset og tók Lord Marrowgar í fyrsta try. (fengum Boned achievementið)
Tókum svo eitt try á Lady Deathwhisper en eftir wipe á henni buggaðist hurðin sem liggur að henni.
Eftir mikla bið og pirring ákváðum við að hætta enda hvort sem er reset daginn eftir.

Í gær (Miðvikudag) joinaði ég fyrsta run guildsins í ICC25.
Tókum Lord Marrowgar í fyrsta try, fórum svo að lady en áttum í nokkrum vandræðum með adds þar sem nokkrir voru með lagg vandamál sumir að DCa.
Eftir 2 tries á lady og eftir að hafa skipt út þeim sem ekki voru raidhæfir náðum við henni niður eins og smurð vél.
Eftir það lögðum við leið okkar upp lyftuna og á skipið fræga til að fá okkar free-loots úr Gunship Battle.
Fæstir höfðu gert bardagann áður og þess vegna dóu nokkrir vegna klaufaskaps með jetpack.
Eftir nokkur combat ress náðum við að yfirbuga óvinina og klára dæmið.
Vegna þess að þetta var fyrsta raid guildsins og sumir ekki búnir að redda ventinu sínu ákváðum við að geyma Saurfang fram á Sunnudag þar sem samskipti eru mikilvæg í þeim fight.

Þannig er mín reynsla af ICC so far, átti reyndar ekkert að vera svona langt en maður gleymir sér stundum.


Endilega deilið!
END OF LINE