Andinn í guildinu hefur verið að skemmta sér sem mest, bæði ingame og í alvörunni. Við prófuðum eitt skiptið að gera Gruul og fannst það ekkert skemmtilegt, stefnan er því alls ekki tekin á 25 manna raids, en fólki er að sjálfsögðu guðvelkomið að pugga það. Við erum að miða á þéttan hóp sem þekkist vel, spilar vel saman og skemmtir sér í raids. Fæstir okkar hafa gaman af heilalausu grindi og erum við ekki að búast við því að fólk mæti með 200 flasks og pots og mat í hvert einasta raid. Það er þó alls ekkert illa séð.
Það sem við búumst við af members er fyrst og fremst almennilegheit. Við búumst einnig við því að fólk kunni að gemma, glypha og talenta, eða sé tilbúið að spyrja spurninga og kynna sér málið. Að gera bara eitthvað er frekar heimskulegt. Við viljum ekki heimskulega members. Við búumst einnig sterklega við því að fólk mæti í öll raids nema eitthvað komi uppá. Þess vegna miðum við á að hafa ekki mikið fleiri en 12-13 aktíva members, því það er hundleiðinlegt að skilja útundan.
Við notum ekki neitt forum, það er vita gagnslaust fyrir 10 manna guild. Við komum heldur ekki til með að nota neitt dkp. Við verðum svo fáir að /roll ætti að skipta gear niður nokkuð jafnt. Það eru þó ákveðnar loot reglur, til dæmis ef Alli fær eitt item, þá passar hann á því næsta svo að Bjarni fái líka item. Svona UBRS fílingur í gangi.
Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við einhvern officer í guildinu;
Fullur, Mogwaii, Bishup, Ármann.
Upplýsingar um raid tíma og hvaða classa vantar er að finna hérna.
Application template sem sendist í email er síðan að finna hérna. (hægri klikk og save as)
kv,
smeppi
indoubitably