Sælir. Ég hef spilað World of Warcraft í nokkuð langan tíma, en tók mér stóóóóra pásu fyrir nokkru síðan þar sem tölvan mín bilaði. Ég stefni að því að laga tölvuna í bráð, og hef ásamt því, stefnt að því að byrja að spila WoW aftur. En það sem ég er að pæla í, hversu mikið hefur leikurinn breyst? Ég er með BC, og þegar ég spilaði þá var ég mjög með á nótunum, þ.e.a.s ég var aldrei eftir á þegar ég spilaði hann. En þegar ég byrja aftur, er þá bara eins og ég sé nýbyrjaður? Hverju mælið þið með að ég geri?
Takk, McCawley.