Ég er sammála þér að boycott í þessu máli er vitleysa.
Málið er samt að bnetd gerði open source forrit fyrir StarCraft til þess að gera b.net server'a(sem er frábært ef haldið er stór lön, auk þess væri ef til vill hægt að henda upp eitt stykki wc3 server þegar leikurinn kemur loks í búðir)
Síðan þegar WC3 betatest'ið kom út gerðu aðrir guttar sem kalla sig Warforge b.net server fyrir WC3(engin cdkey vörn, s.s. hver sem er getur spilað á þeim server'um) sem var byggt á open source'inu hjá bnetd. S.s. bnetd kom _ekkert_ nálægt þessu.
Blizzard segir að þeir vilji ekki að aðrir gerir b.net server þar sem fólk þarf ekki cdkey til að spila á en sannleikurinn er sá að þeir hefðu líklegast ekkert verið að skipta sér af bnetd hefði þetta dæmi ekki komið út fyrir betuna.
Mig grunar samt að Vivendi Universal(sem eiga Blizzard) hafi átt hlut í máli.
kk,
Eina