Fyndin og kjánaleg myndlíking. Þú hefur greinilega ekki hugsað þetta alveg í gegn.
Þegar þú ert búinn með raid content, sem tekur þónokkurn tíma.. þá snýrðu þér að PvP, eða öfugt. PvP er eins og að læra þúsund lög á gítar ef ekki fleiri, það er alltaf eitthvað sem slær þér við, kemur þér á óvart, eitthvað sem þú þarft að læra betur. - Það sama gildir um PvE, þar sem það er alltaf eitthvað challenging, ef þú loksins kemst í gegnum það að drepa boss, þá tekur næsti við, eitthvað nýtt. Sennilega um 500 lög þar.
Þegar þú ert kominn með leið á báðu þá geturu alltaf eitthvað gert til að stytta þér stundir. T.d. farið að proffast eða farma gull, sem er eins og að læra Góða Mamma og Gamla Nóa á gítar.
Þannig að þegar þú ert búinn að spreða jafnmiklum tíma í WoW og þú mundir gera við að læra 1502 lög á gítar, þá er kominn tími til að prófa eitthvað annað.
Auðvitað eru einhverjir sem gefast upp á að spila á gítar og það sama gildir um WoW. (:
Bætt við 22. júlí 2009 - 16:53
Viðlíking, kannski?