Ég er sammála þér með regluflokkinn, það er eitthvað sem verður, og ég ætla, að bæta. En þú er að mistúlka orð mín. Mér finnst fátt leiðinlegra þegar fólk gefur nef í hlutina og er ósátt með þá, en gerir ekkert til að bæta það sjálft. Það þýðir ekki að segja að ég eigi að gera allt hérna. Ég geri mikið og reyni að búa til áhugamál sem hentar öllum, en það er erfiðara en það hljómar. Það bætir ekkert að splúndra áhugamálinu, því þá verðum við komnir með eitt ofuraktívt áhugamál og eitt sem er nánast dautt. Eru allir sáttir þá? Ég efa það.
Treystu mér, ég vil það jafn mikið og þú að þetta áhugamál endurvarpi aðra leiki Blizzards betur, en það er svolítið erfitt þegar þeir sem vilja það gera lítið í því. Einstaka sinnum koma inn greinar, myndbönd og meira efni frá öðrum leikjum og það nánast alltaf forgang. Ég hlusta á allar hugmyndir og óskir sem notendur kunna að hafa og geri mitt besta í að hjálpa þeim. Ef þú hefur hugmynd hvernig bæta mætti hinar hliðar áhugamálsins (WC, SC, Diablo, DoTA o.fl), þá fagna ég því. Ég vil að fólk sem er ósátt með stöðuna komi með lausnir og reyni að gera þetta að betri stað fyrir alla.
Það er ekki hægt að banna fólk endalaust sem hagar sér asnalega, það gerir áhugamálið eða vefinn ekki að útópíu. Við verðum bara að vona að þetta fólk þroskist eða hætti að haga sér eins og ‘grunnskóladjöflar’.
Aftur. Ég vil heyra allar lausnir eða hugmyndir, sem þú kannt að hafa, um hvernig bæta mætti áhugamálið og gera það að stað sem þér líkar betur við. Í alvöru talað, ég er ekki að reyna að gera lítið úr þér eða eitthvað slíkt. Hugi er vefur sem byggður er fyrir, og af, notendum sínum. Þó svo að dramatískar breytingar hafi ekki átt sér stað í langan tíma, þá heldur vefurinn þó áfram að þróast. Hann virkar alveg jafn vel í dag og hann gerði árið 2003, en málið er, hann lifir bara svo lengi sem notendur hans nenna að vera hérna og ég eyði þvílíkt af mínum tíma til þess að þeir geri það.