Heyrðu ég er með account í wow sem að var lokað fyrir ári síðan útaf “chargeback.” Ég s.s. keypti mér mánaðarkort á netinu á wow-europe en var svo hættur að spila áður en það rann út. Þetta hefur greinilega verið skráð í sjálfvirka áfyllingu eða eitthvað afþví þeir rukkuðu annan mánuð um leið og hinn rann út. Í kreditkortayfirlitinu vissi ég ekkert hvað þetta væri þannig ég lét bakfæra þetta og þá var reikningnum lokað.
Nú næ ég ekki að opna hann aftur, er búinn að senda 2 sinnum tölvupóst undanfarna daga en fæ ekkert svar.
Hefur einhver lent í þessu? Hvað er til bragðs?
Bætt við 12. júní 2009 - 17:09
Sé að númerið inn á wow-europe er 0800 931 0800 fyrir united kingdom..
bæti ég ekki bara +44 fyrir framan? fæ á tali, hélt að svona þjónustuver myndu setja mann bara á bið