Ég veit ekki með ykkur en ég er eiginlega kominn á þá skoðun að leikurinn sé hreinlega orðinn leiðinlegur. Vanilla og BC voru að mínu mati margfalt betri leikir heldur en nokkrum sinnum Wotlk. Ég raidaði aðeins í byrjun, var komin með 4 t 7.5 parta um miðjan desember og kominn með slatta af ágætis stuffi á rogue-inn minn.
Mér finnst einhvern veginn eins og hlutirnir séu bara orðnir alltof léttir, getur svo sem verið að þetta hafi lagast með Ulduar og ég ætti ekki að vera segja mínar skoðanir á þessu þar sem ég hef ekki stigið fæti þar inn. En það er bara eitthvað sem gerir það að verkum að ekkert heillar mig við þennan leik lengur, hann er ekki næstum því eins addictive og hann var. Öll clössin eru orðin þannig lagað alveg eins, megnið af clössunum komin með sömu spellin bara undir öðru nafni til að koma í veg fyrir imbalance.
Þessi tilfinning sem maður fékk þegar maður var að hunta eitthvað item af einhverjum boss kannski þvílíkt lengi er einhvern veginn alveg horfin. Mér finnst sá fídus alveg hafa yfirgefið leikinn eins og hann er í dag, það er soldið mikill ókostur að mínu mati. Maður er bara að spila til þess að spila, ekkert gaman lengur. Enginn eftrivænting, leikurinn er orðinn að þessu “mindless” farmi sem hann var alltaf en það er eiginlega orðið beyond mindless.
Mig langaði bara að tékka hvort ég væri sá eini á þessari skoðun? Ég er kominn með algjört ógeð á þessum leik ef ég á að segja eins og er. En það gæti svo sem verið mér sjálfum að kenna, er með ca 300 daga played. Byrjaði að spila í lok 2005 og tók mér 2 pásur á þessu tímabili sem entust samanlagt í ár í það heila. Svo er ég búin að reyna að byrja eitthvað aftur en mig fer bara að leiðast eftir fyrst 20mín online. Hvort sem ég hafi eitthvað að gera eða ekki.
Hvað finnst ykkur?