Sælir, áður en ég útskýri vandamálið sem ég er að kljást við vil ég segja að ég setti þetta ekki í “hjálparkorkinn” því ég hélt að fleiri myndu sjá þetta hérna sem gætu hjálpað mér.

<Vaelastrasz gear equipped>

Allavega, þannig er mál með vexti að ég hearthaði í Dalaran núna fyrir stuttu og festist. Leikurinn hjá mér frýs, flestir ef ekki allir heita “Unknown” og ég get ekki notað neina instant skilla, ég er fastur í svona “limbo”.

Ég get fengið whispers og ég get séð guildchat, en ég get ekki skrifað neitt. Stundum sé ég full nöfn á fólki, titlana þeirra ofl.

Ég get labbað um Dalaran en þegar ég er kominn X langt frá login staðnum hverjur allt, allir NPC's, allir players. Svo disconnecta ég eftir X tíma alltaf. Þetta hefur komið mörgum sinnum upp hjá mér í gegn um þessi 5 ár sem ég hef spilað wow og alltaf hefur þetta bara “lagast”, en ekki núna. Seinast þegar þetta kom fyrir uppfærði ég _allt_ í tölvunni, bíósinn líka og allan fjandann og þá virkaði þetta smooth.

Núna er ég búinn að prófa að slökkva á öllum addons, setja allar videostillingar í low, restarta routernum, restarta tölvunni etc. Ekkert virkar. Ég hef það mjög á tilfinningunni að þetta sé eins og einhver flöskuháls á nettengingunni minni.


Endilega svarið einungis ef þið vitið nákvæmlega hvað er að, hafið lent í svipuðu og viljið deila reynslu ykkar um hvað þið gerðuð til að laga eða þess háttar.

Fyrirfram þakkir. :)