Ég er nokkuð sammála Agli frænda í þessu.
Ég stuttlega yfir reglurnar á forsíðunni ../blizzard og þar stendur skýrum stöfum að halda eigi friðinn, sem ég skil mjög vel. Ég taldi mig líka hafa lesið megnið af þessum commentum áður en þeim var eytt og satt best að segja voru þau alls ekki það slæm, miðað við hvað maður hefur séð. En það er ekki mitt að dæma og vil ég benda á það að ég ber fulla virðingu fyrir stjórnendum og þeirra ákvarðantökum á þessu áhugamáli, aftur á móti finnst mér rétt að koma mínum skoðunum á framfari.
Allir erum við kunnir svona World of Warcraft forums, mismikið eða mislítið. Í mínum huga eru “forums” staður þar sem fólk getur skipst á skoðunum og álitum.
Með þetta í huga þá er þessi þráður um Baldone, hann er ábyggilega fínasti gaur og allt það, góður mage, en hins vegar verð ég vera sammála mörgum hérna og segja að hann hagi sér eins og fáviti hérna, ekki alltaf en stundum. Ekki halda að maður sé einhver engill sjálfur, hef átt minn þátt í skíta/leiðinda commentum hér á huga, bæði á /blizzard og /hl.
Það er ekki að ástæðulausu sem fólk hefur svarað honum á þann máta sem þeir svöruðu. Baldone hefur kallað þetta yfir sig sjálfur með háttarlagi sínu. Mér finnst þetta líka kaldhæðnislegt, þegar einhver notandi biður um hjálp þá eru skítkastararnir mættir, síðan þurfa skítkastararnir hjálp og hvað gerist? Þeir fá skít til baka.
Í mínum huga er hann eingöngu að uppskera eins og hann hefur sáð.