Langaði bara að benda þeim warlocks sem eru hérna inni á trúlega besta farm stað sem uppi hefur verið í Wow.. og þá eingöngu fyrir warlocks
Það er staður í IceCrown … í norð vestur hlutanum þar sem gengur svona veggur út, elites ofan á honum… þar sem þessi veggur endar kemur smá skarð milli endans á veggnum og svo fjalla þar sem er bær (er fullur og nenni ekki að finna cord, þið sjáið þetta á map)
allavega, þarna í þessu skarði hlaupa stöðugt í gegn neutral mobbar (semsagt gulir) áður en þeir breytast í aggresive mobba (rauðir)
Það sem þið gerið er að þið speccið ykkur siphon life+SM og svo felguard og plantið ykkur í þessu skarði… best er að búa til macro sem hendir Siphon life + corr + coa á mobbana
svo er bara að standa þarna og dotta allt sem hleypur framhjá og þið náið að hitta, dottinn drepa mobbana og felguardinn sér um að tanka og ganga frá mobbunum einum í einu
Þið þurfið engar áhyggjur að hafa af aggro því þið taggið bara þá mobba sem þið setjið dot á
Life drain inn á milli eftir þörfum
Eina downtime sem þið fáið er að loota mobbana sem droppa fullt af cloth, greens og grey items + loads af mana og hp potions
Það er að sjálfsögðu best að gera þetta ef þú ert tailor og færð meira cloth..
Ég er að græða svona 500 - 600 gold þarna á klukkutíma + blues inn á milli sem ég get selt á AH
Vona að þetta komi einhverjum að gagni
PS: það sem er best við þetta er að þið getið verið að gera eitthvað allt annað á meðan þið eruð að þessu, því að dottin drepa allt sem þið dottið, heala ykkur og svo sér felguard um rest
Þannig að ef þið hættið í smá stund þá eruð þið enn á lífi þegar þið komið aftur (svo lengi sem einhver úr hinu factioninu er ekki búinn að drepa þig)
Bætt við 20. desember 2008 - 00:45
Það hefur kannski áhrif á þetta hjá mér að á mínum server er ég að selja stack af cloth á 30g+
En samt, þó verðið sé lægra á ykkar server þá ætti þetta samt að vera fín leið til að farma, sérstaklega í ljósi þess að effortið er nákvæmlega ekkert