Ég helt að þeir sem eru að hrauna yfir þá sem segjast hafa lent í svona séu að misskilja. Þegar einhver gaur reynir að klikka á einhvern strák, þá er ekki eins og hann poti í hann. Þetta er meira splittsekúnda þar sem maður hugsar að maður ætli nú að fara að gera eitthvað.
Ég hef lent í svipuðu, bara ekki með wow. Ég var einmitt að ræða það við félaga minn áðan að þegar dýrkaði BGII, þá hafði ég nokkrumsinnum hugsað að ég gæti bara quickseivað og lódað svo ef 10-11 ætti ekki það sem mig langaði í.
Hef einnig lent í því, að eftir að ég og kærasta min vorum nýbyrjuð saman, þá hefur heilinn á mér ætlað að smella kossi á einhvern félaga minn sem ég er að tala við, bara i einhverjar milliesekundur, ekki einu sinni nogu lengi til þess að ég byrjaði að hreyfa mig eftir þeirri hugsun. Þarna var ég svo vanur að smella kossi á þann sem ég var að hanga með og tala við að heilinn á mér ætlar að gera það, en svo uppgötvar maður að þessi vani passar ekki alveg við herna.
Þetta snýst um mátt vanans, ekkert endilega hve lengi maður hefur spilað. Kannski ef maður spilar marga klukkutima i trekk og er þreyttur, þá gerist þetta, en fólk getur eflaust spilað i mörg ár án þess að verða fyrir þessu, ef það spilar ekki lengi i trekk.
Svo er eflaust líka fólk sem fær ekki vana auðveldlega og verður ekki fyrir þessu.