Núna er guildið búið að vera uppi í nokkrar vikur og er rosterinn orðinn mun stærri en seinast. Við höfum raidað það sem við höfum mannskap í, svo sem Karazhan, Zul'aman, gruul og maggie með pickups til að fylla upp í og fleira.
Planið er að halda áfram að raida og stækka okkur þar til expansionið kemur, en þá ætlum við auðvitað sem flestir að levela á met hraða upp í level 80.
Svo á level 80 ætlum við að byrja snemma að raida, og ná strax einhverju progressi, en þar til þá verður guildið meira casual / social guild heldur en raiding guild.
Guildið verður pjúra raiding guild á level 80.
Core-ið í guildinu eru strákar að austan sem eru í Menntaskólanum á Egilsstöðum, og erum við nú allmargir, þess vegna ætti þetta guild nú einmitt að virka fínt. Okkur vantar nú samt meira af fólki til að fá stöðugleika og svoleiðis í þetta. En allir eru svo sem velkomnir.
Það sem okkur vantar núna helst er DPS classar almennt, þó helst mage-a, dps warrior-a og kannski warlocka.
En eins og ég segi, allir munu vera á fullu að koma sér uppá level 80 eins fljótt og þeir geta, og raidin byrja þá strax.
Nokkrir af officerunum hafa reynslu af Naxx í pre tbc, og nokkrir hafa farið upp í SwP núna í TBC og eru því vanir að raida end game content.
Fyrir meira info getið þið gert ykkur character á Kazzak og talað við einn af officerunum í guildinu, en þeir eru: Iesb / Creaky, Rascda, Bds / Zerenity, Winston, Gúi eða Cheke. Eða einfaldlega postað svari hérna og vonast eftir svari.
Endilega að sýna áhuga fyrir þessu :).
– – –