Nú, eins og er á vörum flestra spilara WoW spilara í dag kemur WOTLK í búðir á klakann þann 13. nóvember. Ég fór að hugsa eftir að einn félagi minn fjárfesti í Warhammer Online á átta þúsund krónur, með tilliti til þess að Ísland er að fara til helvítis, hversu dýr WOTLK yrði hér á landi þann 13. nóvember.

Væri gaman að heyra getgátur um þetta og frábært að fá comment frá einhverjum með hagfræðimenntun eða starfsmenn í taftækjaverslunum os.frv.



Bætt við 7. október 2008 - 02:01
Ég gæti hafa verið að gera mig að algjöru fífli með þessum þræði en jæja, hvað um það. ;o)

Ég kíkti við á Elko.is og fann þar WOTLK auglýstan til sölu þann 13. nóvember á 5.990 kr

Sbr. http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=39539&showxml=true&ec_item_12_searchparam1=categoryid=1111&serial=PCCDWOWLICH&ec_item_14_searchparam5=serial=PCCDWOWLICH&ew_13_p_id=39539&ec_item_16_searchparam4=guid=763F72D6-7A53-42F0-9094-98C09E82DD40&product_category_id=1111

Megum við búast við því að auglýst verð hækki ef krónan heldur áfram að plungast niður eða haldið þið að ég muni þurfa að punga einungis tæpar sex þúsund krónur fyrir gripinn?