Ekki opinber enþá, en það fer vonandi að styttast í það.
Málið er við höfum alltaf haft þá reglu að fylgja þeim reglum sem Blizzard setur fram í EULA og ToS. Meðal þeirra er blátt bann við allt account brask, einkaþjóna, gullsölu/kaup, svindla o.fl. Þetta er eitt aðalatriðið sem þarf að uppfylla tilþess að Blizzard loki ekki á umsóknina okkar.
Svo eru fleiri ástæður fyrir því að við bönnum account skipti. Málið er nokkuð einfalt. Þegar þú loggar þig inn í leikinn í fyrsta sinn, býrð til accountinn eða eftir uppsetningu á patch þarftu að samþykkja ákveðið EULA. Í þessu EULA segir að accountinn sé ekki eign þín, heldur ertu með hann á leigu hjá Blizzard. Þetta er eins og að leigja íbúð/hús eða bíl, þú þarft að fylgja ákveðnum reglum, annars færðu ekki að leigja. Haldið þið að starfsmenn Hertz væru sáttir með það að þið væruð að selja bílana þeirra?
Þetta er kannski svolítið absúrd dæmi hjá mér, en í grunninn er þetta alveg það sama.
Einusinni var leyfilegt að skiptast á accountum (það var þó ekki lengi), þannig við leyfðum notendum að gera það sama. Það var opnaður korkur þar sem allir lofuðu að vera góðir og allt voða fínt. Það leið ekki á löngu þar til kvartanir fóru að berast til okkar. Það var semsagt “okkur að kenna” að þeir voru scammaðir, þó svo að við sögðumst ekki taka neina ábyrgð á þessu. Síðan fór að líða á það að við fengum hótanir og kvartanir um að notendur hefðu fengið hótanir. Þetta var voðalega einfalt, við bönnuðum þetta bara aftur. Blizzard gerði það líka.
Vona að þetta hafi gefið ykkur innsýn í málið.