Ég hef verið að ræða við íslenska spilara um WoW.
Það sem kemur á óvart er að það virðast allir vera með Gladiator titilinn, meðfylgjandi dreka og 2400 rating. Nema einn. Hann var með 3000.
Einn strákur sem ég talaði við sagðist hafa levelað warrior í 70 á einni viku eða svo, og í næstu viku hafi hann svo náð 3000 rating með mage. Eins og við öll vitum á víst aðeins eitt lið að hafa náð 3000 rating og það voru wintraders. Síðan átti hann að hafa eBayað warriorinn sinn fyrir 100.000 krónur eða svo.
Annar strákur er að spila priest. Hann er með fullt Sunwell gear, bæði shadow og holy og black quiraji battle tank. Hvað mountið varðar byrjaði hann á WoW stuttu eftir að TBC kom út, og þar sem þetta tiltekna mount var ekki available nema á einhverjum fjórum serverum eftir að TBC kom út, og þá bara í nokkra mánuði. Svo var þessi drengur líka kominn með fullt S4 einni til tveim vikum eftir að S4 byrjaði. Þessi strákur átti líka besta wandinn í leiknum sem átti víst að vera með 300 dps og wandaði alltaf fyrir 600 damage. Hinsvegar er þetta besti wandinn í leiknum, og eins og við öll vitum fá wands ekki benefit frá spell damage. Þegar hann sagði þetta benti ég honum á að það væru ekki til það góðir wandar í leiknum varð hann mjög vandræðalegur á svip og sagði “Kannski ekki alveg 600.”
Svo var ég að tala við einn strák um daginn, og umræðan barst að arena. Hann sagði á mjög ósannfærandi hátt, og lá við að hann stamaði, “Já, é-ég á sko Merciless Netherdrake.”
En annars, heyrið þið ekki eitthvað svona?
Smá ábending til ykkar sem eruð að segja þetta. Vinnið heimavinnuna ykkar áður en þið byrjið að ljúga.
Bætt við 20. september 2008 - 21:41
Hvað síðasta strákinn varðar gleymdi ég að nefna það að í season 1 var hann varla að gera arena, og hann var meira og minna bara í grænu og bláu drasli.