Skemmileggja Horde Guild á Grim Batol(PvP). Leitast eftir meðlimum fyrir WotLK Progress. En eins og flestir vita eru innan við 2 mánuðir í release. Við stefnum að því að progressa á sómasamlegum tíma svo að flestir fái að prufa sem mest af WotLK. Við raiduðum Kara, Za, Maggy og Gruul og ætluðum að fara lengra en svo tók sumarfríið sinn toll svo progress i SSC og TK fór í bið. Forumið okkar er skemmileggja.guildomatic.com og höfum við einnig okkar eigin vent server. Heimasíða er í vinnslu sem og fleiri skemmtilegir hlutir tengdir því. Oft hefur þótt gaman að vera i guildinu svo sem i guild partýum, árshátíðinni eða pókerkvöldi. Ef þú hefur áhuga á að verða partur af skemmtilegu guildi og raida með íslensku mælandi fólki þar sem officerar eru allir komnir vel yfir tvítugt, og ef þú heldur að hæfileikar þínir geti nýst okkur endilega sæktu þá um á skemmileggja.guildomatic.com


Inntökuskilyrði
Við leitumst eftir lvl 70 playerum.
18 ára inngönguskilyrði(nema sé um að ræða reyndan raider sem hefur fengið meðmæli frá guildie og hagar sér sem slíkur.)
Menn í slæmu geari koma til greina ef þeir stefna á að lvl-a hratt i WotLK þó þeir fái ekki prio i ZA runs.
Einnig er þetta spurnig um hugarfar og góðan móral sem við viljum hafa ríkjandi í guildinu.


Hluti úr stefnuskrá guildsins fyrir WotLK

Breytingar sem munu gerast strax og þegar nær dregur WotLK:
* Nýtt rank system tekið í notkun, nýju rönkin eru: Guildmaster - Officer - Officer Alt - Core Raider - Raider - PvP - Member - Trial - Alt
* Main reset - Frá og með núna og fram að Wrath verður hægt að breyta um Main, og er hægt að tala við alla officers um það mál.
* Á vent og forums er skylda að heita það sama og main-inn þinn, ef ykkur vantar að breyta um nafn á forums er sá möguleiki fyrir hendi án þess að búa til nýjan account, með vent eru það bara þið sem gerið það.
*DKP-ið verður ressetað þegar nær dregur WotLK og byrja allir með 0 DKP.

Rönkin:
Guildmaster - Kóngurinn, þarf ekki að útskýra frekar
Officer - Well… segir sig svolítið sjálft er það ekki ?
Officer Alt - Hefur sömu réttindi og Officer rankið, gert svo við þurfum ekki að relogga main þegar eitthvað þarf að gera.
Core Raider - Tekur gildi í Wrath, Raider sem mætir í og/eða er tilbúinn on time 75% - 80%+ af raidum
Raider - Tekur gildi í Wrath, Raider sem mætir í og/eða er tilbúinn on time 60%+ af raidum
PvP - Meðlimur sem focusar á PvP er ekki raid sklyldugur þegar online, en gæti verið beðinn að koma sem uppfyllingarefni þegar í harðbakka slær.
Member - Casual Member sem mætir í fá raid, Raider og Core Raider hafa forgang á þessa meðlimi.
Trial - Nýjir meðlimir eru settir á trial í ákveðinn tíma meðan Officer og GM eru að prófa þá, eftir þann tíma er þeim boðið staða sem member til að byrja með eða vísað úr guildinu
Alt - Altar Meðlima, inactive alts verður vísað úr guildinu.

WotLK Raiding:
*Með nýjum innbyggðum group calender í patch 3.0 mun öll skráning í raid fara fram þar og er skylda að skrá sig ætla menn að mæta, Þeir sem skrá sig er skylt að mæta og vera tilbúinn með allt sem þeir þurfa (flask, pots, mat o.s.frv.) og vera allan tímann, að fara í miðju raidi og fara AFK í miðju raidi er ekki liðið.
*Raid hefjast á fyrirfram ákveðnum tíma og byrja inv 15 mín áður en fólk á að vera tilbúið fyrir utan raid instance-ið svo hægt sé að byrja.
*Allir meðlimir skulu vera skráðir á DKP síðuna, þetta er algjörlega á ykkar ábyrgð, ef þið eruð ekki skráðir þá er ekki skráð á ykkur DKP fyrir raid sem þið mætið í, og er sama hér og með forums og vent, mains skulu vera skráðir á síðunni
*Við munum kynna nýjar DKP reglur þegar nær dregur að við byrjum að raida í WotLK
*Þegar raid hefst skulu meðlimir vita hvað þeir eiga mikið DKP og þekkja droppin sem þeir ætla að bidda á, ekki eyða óþarfa tíma í að spurja alla “Er þetta betra en það sem ég er með”. Atlasloot er mjög gott addon með öllum droppum í leiknum og verður án efa uppfært þegar droppin í WotLK eru kominn á hreint.
*Reglur eru í stöðugri skoðun og eru meðlimir beðnir um að fylgjast með, verður alltaf tilkynnt ef reglur breytast hér á forums. Þetta gildir um allar reglur sem eru settar.

Hegðun:
*Meðlimir eru beðnir um að haga sér eins og fullorðið fólk í guild chat og vent, ekki þar með sagt að djók og gals sé bannað, heldur óþarfa skítkast og drull út í aðra meðlimi og persónulegur rígur, það á heima ykkar á milli og skal fara fram í private chat, ef eitthvað fer úr böndunum og fólk er að skíta yfir ykkar að ástæðulausu skal screenshot tekið og haft samband við Officer.
*Þið eruð andlit Skemmileggja, hagið ykkur þannig, ekki vera með kjaft í /2 eða við aðra spilara í World of Warcraft, ef við fáum tilkynningar frá yfirvaldi annara guilda um ósæmilega hegðun í garð þeirra meðlima er möguleiki á að fá aðvörun og ef fleirri tilfelli berast getur valdið brottvísun úr guildinu.


Við officerar þökkum kærlega fyrir okkur fyrir Burning Crusade samstarfið en við ætlum okkur miklu stærri hluti í WotLK og ætlum að vera stórt active guild sem raidar reglulega 25 manna content og vonumst við að þið allir ætlið að vera með okkur í því.


Með kærri kveðju

Alcasan - Skass - Klobbi - Cybermage - Apathý - Bóner.