Fyrir rúmri viku var vodafone að uppfæra einhvern server sem sá um tengingar til Evrópu. Meðan á því stóð var öll umferð til Evrópu send í gegnum bandaríkin. Daginn eftir löguðu þeir þetta en virðast hafa “GLEYMT” að klára það dæmi. Núna viku seinna fer öll umferð um telia.net og til wow-serverana í Evrópu fyrst til New York svo til Evrópu svo ping í WOW er 170-220ms vegna þessa.

Ég mæli því með að þeir notendur vodafone (held allir ADSL notendur) hringi á þjónustuborðið (1414) og biðji um að þetta sé lagað. Þeir sögðu við mig basically að þetta væri low priority issue (semsagt er sama). En já ef nógu margir bugga þá hljóta þeir að laga þetta.

Kveðja Gemini

p.s. ef þið viljið forvitnast um telia.net hjá ykkur eða aðra hosta getið þið farið í (Þetta vandamál var einnig hjá Símanum en hann lagaði þetta nær samstundist að mér skilst).

Start->Run
Skrifa þar : cmd
Skrifa í þeim glugga : tracert telia.net

Þá sjáið þið hvert tenging ykkar fer. Þegar hún fer frá Íslandi fer hún annaðhvort til London eða New York (NY). Oft hægt að sjá það að NY er 80ms en London 45ms. Svo heldur hún áfram og segir ykkur öll stopp til endapunktsins.

Bætt við 3. september 2008 - 15:59
**** VODAFONE eru búnir að LAGA! vandmálið. GJ :) ****