Það er til einn MMO leikur sem hefur ekki lennt í þessu (Að hlutabréf fyrirtækisins falla í það sem þau voru í fyrir launch, taktu eftir því, grafið sýnir launch þangað til núna… ekki fyrir launch, stocks voru á sama stað og þau eru núna í febrúar/mars)
Og sá MMO leikur átti ekki successful launch.
Eftir 2 ár af spilun, hafði ég fengið ca. einn og hálfan mánuð af free gametime útaf server crashes og unexpected maintenances.
Þegar ég spilaði leikinn síðast fyrir ca. 7 mánuðum, þá voru viss bögg sem voru í beta ennþá til staðar.
Eru allir búnir að fatta hvaða leik ég á við?
Fólk er of fljótt að gleyma hvernig WoW launch'ið var.
Eina sem ég sé að AoC eins og er, er að GMs eru hálfvitar en ég hef aldrei þurft að hafa samskipti við þá (sjálfviljugur) og ef þeir eru með vesen (t.d. ef maður gankar of mikið?) þá treð ég því bara aftur upp í þá og yfirmenn þeirra segja að ég hef rétt fyrir mér.
Bæði ingame game masters og forum moderators eru fífl, en ég sé ekki hvernig það tengist því hvort að leikurinn sé góður eða ekki.
Leikurinn er almennilegur, þú bara nenntir ekki að troða þér í gegnum erfiða byrjun þar sem maður gat ekki spilað í 5mín án þess að mæta ganker. En ef þú býst við að það sé allt frábært fyrstu 2-3 mánuðina eftir launch á einhverjum MMO (sem kemur ekki frá blizzard), þá áttu ekki eftir að geta spilað annan MMO í langan tíma, ef einhvern tíman.
AoC átti aldrei að rústa WoW, enda er hann gerður fyrir allt annan markhóp. WoW er PvE leikur og er
án efa með besta PvE kerfi í nokkrum MMO sem hefur verið gerður.
Ég kenni Eidos algjörlega um allt þetta þó. Þeir ýttu of mikið á eftir Funcom og leikurinn ætti að vera að koma út núna í ágúst, þegar hann fer að verða tilbúinn.
Ég tróð mér í gegnum þessa erfiðu byrjun leiksins, er búinn að fara í gegnum allt tier1 content leiksins, búinn að fara í sieges nokkur kvöld í viku og er í eina unbeaten minigame liðinu á server'num.
Ég er að skemmta mér konunglega og fyrir utan allt one-shotting dæmið sem er í gangi, þá er PvP'ið hreint út sagt æðislegt og á bara eftir að verða betra þegar alvöru kerfið kemur.