Arthas - The one true king part 1 Mér langar hér að taka smá samantekt af Arthas-i sem mun vera loka bossinn í WotLK, en mér finnst Arthas vera skemmtilegasti Characterinn í Warcraft

Arthas kom fyrst inn í Warcraft: Rain of chaos, svo ég best viti. Arthas var sonur Terenas Menethil II sem var konungur Lordaeron.
Arthas var þjálfaður sem paladin af hinum fræga Uther the Lightbringer og sagt er að hann væri í rómatísku sambandi við Jaina Proudmoore.
Arthas verður vitni af hræðilegri árás sem herjar á Lordaeron og er hann sendur til að hjálpa sínu fólki og Uther.
Dreadlordinn Mal'Ganis herjar að landinu með sinn “undead” her.
Maður sér fljótlega að Arthas hegðar sér mjög undarlega, sérstaklega þegar hann tekur þá ákvörðun að drepa fólkið í Stratholme, þar sem það
varð fyrir eitrun og var að breytast í undead.
Loks þegar Arthas kemst í nágvíg við Mal'Ganis þá segir dreadlordinn við hann að einvígi þeirra verður haldið á kalda landi Northrend.
Í Northrend hittir hann svo gamlan vin föður sins, dverginn Muradin Bronzebeard, og ákveða þeir að sameina her sinn. Stuttu seinna fær Arthas
skipun frá föður sínum að snúa heim og hætta að elta Mal'Ganis. Aftur kemur hér við sögu undarleg hegðun hans, þegar hann ákveður að fá tröll
og fleiri verur til að eyðileggja skip þeirra
og kennir þeim svo um og drepur þau.
Muradin tekur eftir undarlegri hegðun Arthas-ar en ákveður samt að halda áfram, þar sem skip þeirra eru ónýt.
Stuttu seinna eru Arthas og Muradin umkringdir undeads og eiga litla möguleika að lifa af. Þá man Muradin eftir sögu um fræga sverðið “Frostmourn”
og ákveða þeir að finna það til að eiga einhverja möguleika á að lifa af. Þegar þeir koma að sverðinu er þar vörður (eða bara “The Guardian”).
Hann varar þeim við að koma nálægt sverðinu en Arthas hlustar ekki á hann og drepur hann. Þegar þeir koma loks að sverðinu, sem er frosið inn í
stórum klaka, sjá þér að það eru rúnir á því. Muradin les úr rúnunum að á sverðinu er bölvun. Arthas lætur sem hann heyrir þetta ekki og les up
þulu til að leysa sverðið úr klakanum.
Í seinustu setninguni les hann: I will do anything, to save my people, eða á góðri íslensku: Ég geri hvað sem er, til að bjarga fólkinu mínu.
Í þessum töluðu orðum springur klakinn og skjótast brot úr klakanum í Muradin og hann deyr.
Artash er alveg sama um Muradin, hann tók up sverðið og hleypur aftur til baka í Campið sem þeir voru með. Með sverðinu sigrar hann á her
Mal'Ganis og kemst loksing að honum. Mal'Ganis segir honum að meistari hans (aka The Lich king) hafi stór plön fyrir Arthas og þetta væri bara byrjunin.
Arthas byrjar að heyra raddir inn í sér eftir að hann tók up sverðið. Raddirnar segja honum að drepa Mal'Ganis og halda síðan heim til föður síns og gerir hann það.
Þegar hann kemur heim er fólk fagnandi honum fyrir þau afrek sem hann hafði gert og var sjálfur faðir hans mjög stoltur af honum.
En Arthas var löngu búinn að missa vitið á þessum tíma svo hann tekur upp Frostmourne og drepur föður sinn og segir síðan: This kingdom shall fall… og í þessum orðum flýr hann og heyrist ekki frá honum í langan tíma

ég sleppti einhverju þarna á milli…. en þetta er það sem ég taldi vera mikilvægast.
þið megið endilega leiðrétta mig ef það eru einhverjar villur þarna sem þið finnið =)

ég er að fara til útlanda þannig að næsta partur kemur ekki fyrr en eftir svona 3 vikur

Heimildir: http://www.wowwiki.com/Arthas_Menethil
Must…not… fap!!