Af þessum þrem clössum er warriorinn langbesti tankinn. Það er allavega mín reynsla, hef tankað á þeim öllum.
Reyndar svona í seinni tíð hefur bilið á milli classa minkað og nú geta allir gert allt. Ef þig langar að tanka Illidan og Kael'thas skaltu velja þér paladin eða warrior þar sem druidar geta ekki tankað þessa tvo bossa.
Helsti gallinn við warriorinn er sá að léttari instönch verða soldið erfið að tanka með of gott gear, þar sem þú færð ekkert rage þegar mobbar hitta þig ekki, færð að vísu eitt rage point fyrir að blocka, en ekkert fyrir avoid, parry eða dodge. Eithvað sem paladins þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af, svo lengi sem þeir halda mananu uppi. Druids eru bestu off-tankarnir þarna úti, tala nú ekki um fyrir bossa einsog Gruul, Voidreaver og Leotheras the Blind og fyrir Karazhan og Zul'aman, þar sem þeir fá mest rage fyrir að lemja targetin sín, en minna fyrir að vera lamdir. Hjálpar þeim að generatea aggro þegar þeir eru ekki með aggro in the first place. Svo er feral buildið hjá druids bæði tanking build og mjög gott dps build, þannig að þeir hoppa bara á milli kattar- og bjarnarforms og geta þá bæði tankað betur en fury warriorar og gert meira damage en protection warriorar, sem er must fyrir 10manna instönc þar sem hvert raid spot telur. Margir vilja líka meina að warriorar séu ekki góðir í Multi-mob tanking, sem er bara myth, svo framarlega sem við erum ekki að tala um fleiri tugi mobba í einu, sem hitta ekki fyrir neitt neitt, þá er paladin að sjálfsögðu bestur.
Helsti kosturinn við warriorinn er sá að, svo lengi sem þú ert ekki að tanka langt fyrir þeðan þinn standard hvað level og gear varðar, rennur aldrei út á rage, og getur því haldir áfram útí rauðan dauðann, og að þeir mitagea damage betur en Paladins og Druids.
En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ekki mikill munur á þessum klössum, þar sem það virðist vera stefna blizzard að hafa alla classa eins eftir nokkur ár. Þannig að, hvað sem þú velur kemuru til að geta tankað jafn vel og hver annar, allr spurning um gear, æfingu og það mikilvægasta, gear.
Vonandi hjálar þetta þér eithvað.
Ps. ég gleimdi að endurskoða og fara yfir stafsetningar og málfræðivillur. Biðst velvirðingar á því.
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.