Afhverju? (korkur, skrifaður hér áðan) var tilraun einhvers notanda til að benda á kosti þess að auglýsingar á accountum til sölu sé leyfð hér á huga.is.. að mínu mati tókst honum það ekki en ætla hér með að leggja nokkur orð í belg…

Sko… fyrst það var svona mikið vesen í kringum sölu á accountum þegar þetta var leyft skil ég allveg að stjórnendur vilji ekki standa í þessu og er í rauninni allveg sammála þeim að það sé ekkert allt of góð hugmynd að hafa opna sölu á accountum þar sem það sé svo góður markaður fyrir scammera. Samt finnst mér aðeins of langt gengið að banna alla umræðu á t.d. kaup á gulli, private servers og powerlvl…

Kaup á gulli.. það er mjög algengt að fólk kaupi sér gull þar sem það tekur oft minni tíma að vinna fyrir því í RL en að farma það. En ef umræða hér á huga væri leyfð gæti það kannski komið í veg fyrir að fólk verslaði við vafasamar síður og yrði scammað þar sem notendur gætu miðlað reynslu sinni.

Power lvl.. (er ekki annars bannað að tala um það hér?). allavega gildir sama um það og um kaup á gulli. Fullt af fólki notar sér þessa þjónustu en opin umræða hér á huga gæti komið í veg fyrir að svindlað sé á fólki. Og fyrir þá sem eru hræddir um að verstu núbbar séu að spila karaktera sem þeir hafi nánast enga reynslu á þá kaupa sér lang flestir powerlvl til lvl 60 og klára svo sjálfir uppí lvl70 og þeir sem læra ekki á classið sitt á þeim tíma eru bara dæmdir núbbar að eylífu. Annars er hægt að ná ágætum tökum á hvaða classi sem er á nokkrum tímum.

Præveit serverar.. það eru ekki allir sáttir með breytingar sem hafa orðið á þessum leik í gegnum tíðina og fáir hafa áhuga á að raida með all epic av hórum. Auk þess sem t.d. margir vilja upplifa pre-BC raiding aftur eða bara spila leikinn á öðru stígi. Ef þú ert á móti því að fólk spili leikinn án þess að borga blizzard ertu að sóa hugarorku.

Ég er ekki að biðja um leiðindi eða neitt þannig. veit allvega að blizzard bannar þetta með lögum en hver er ástæða huga.is að banna umræðu um þessa hluti?

Bætt við 22. mars 2008 - 18:58
ég vildi bara spyrja nokkurra spurninga eftir að hafa sagt mína skoðun og vonaðist eftir svörum til að skíra málin en eina fólkið sem er actually búið að svara mér er bara að reyna að flame-a mig.

ég nenni ekki að standa í einhverjum rifrildum á huga.is en ef þú last korkinn í raun og hefur eithvað að segja um þetta þá skaltu endilega tjá þig..