Já þessu er beint til stjórnanda:
Stjórnendastaðan hér á blizzard áhugamálinu hlýtur að hafa heillað ykkur sem warcraft aðdáendur og sennilegast world of warcraft spilara. Þá spyr ég af hverju er verið að banna að auglýsa sölu og skipti á accountum hérna á huga?
Ég veit þetta er ólöglegt og allt það en þá ef þetta kemst upp eða einhver kjaftar í blizzard þá ætti það bara að vera hans mál. Mér finnst þetta allavega asnalegt. Þið stjórnendur sem warcraft spilarar hljótið að sjá kostina við það að geta skipt og keypt accounts allveg eins og allir aðrir spilarar. Af hverju ekki bara að hafa engar reglur um þetta hér á huga og hafa þetta á ábyrgð hvers og eins? Hvað eruð þið eiginlega að reyna með þessu? Þið eruð ekki að græða neitt á því.
Ef nýr spilari er að fara byrja þá getur hann keypt notaðan account eða leik útí búð. Með því að kaupa notaðan account getur hann valið um að byrja í lvl 70 eða frá upphafi. Þetta gefur líka öðrum spilurum þann möguleika að breyta til um classa. Enginn græðir á því að banna skipti og sölu en við töpum. Við þurfum að eyða tíma í að lvla nýja charactera.
Ein af ástæðum þess að blizzard bannar þetta er til þess að koma í veg fyrir að scammers séu að bralla eitthvað í kringum þetta. Ég efast þó um að þetta verði gert á huga þar sem viðkomendur geta bara gefið upp símanúmer og ræðst við áður en skipti fara fram.
Blizzard græðir og græðir á þessum leik. Spilarar vilja margir hverjir segja að það að fá að spila þennan leik sé meira en peninganna virði. Hins vegar er ég ekki sammála. Auðvitað er góð customer service og allt það hjá þeim en mér finnst einn stór galli vera hjá þeim og það er að þeir hlusta lítið á spilarana. Og þegar þeir gera það og setja breytingar í næstu patcha þá er þessum pötchum frestað um mánuði og engin leið til að sjá fyrir hvenær hann kemur.
Annað er þessi skipting milli PvE og PvP sem hefur myndast. Annað hvort ertu PvE eða PvP þannig er það bara. Þeir þykjast vera að gera leikinn alltaf fjölbreyttari og skemmtilegri en t.d. sem mage í leiknum núna svo dæmi sé tekið þá skaltu ekki láta þér detta í hug að vera annað spec en frost ef þú ætlar að fara pvp-a eitthvað af viti.
Maður er kannski búinn að vera lengi að spila PvE og villa breyta aðeins til. Það seinasta sem maður vill gera er að þurfa farma honor og arena points fyrir einhverjum gear svo maður eigi möguleika að endast lengur en hálfa mínútu á lífi en jú. Maður þarf að stritast við að hanga í Battlegrounds með nokkrum af mestu hálfvitum sem maður á nokkurntímann eftir að hitta.
Sem annað dæmi að aldrei er hlustað á spilendur er að það ætti löngu að vera búið að gera eitthvað ALMENNILEGT varðandi leechers í BG's. Allir eru voða sáttir þegar þeir fá smá útrás við að reporta player afk í BG þegar þeir sjá hann Leecha en satt að segja þegar ég lendi með leecherum í BG eru þeir oftast með manni allan leikinn þarna. Leikirnir eru bara orðnir það stuttir að það þýðir ekkert að vera með eitthvað reporting process í gangi og blizzard ættu ekki að vera það heimskir að geta ekki fattað það.
Svo ég spyr. Af hverju ekki að hafa opinn markað hérna á huga…það skapar sennilega vinalegra andrúmsloft og þið stjórnendur getið lýst ykkur algerlega hlutlausa og ábyrgðarlausa hvað varðar málin. Sumir segja kannski að þetta skapi bara fleiri “ebayer” hálfvita í leiknum en ég held að flestir hérna spili leikinn nú þegar og séu í lvl 70 svo það ætti ekki að skipta miklu.