Það er rosalega mikið eftir því hvað er verið að tanka og þá hvernig,td. hvort mob/boss resettar aggro oft, hvort hann lemji ógeðslega fast eða ekki, hvort hann sé taunt-able, hversu marga mobba er verið að tanka og allt þar fram eftir götunum. Þegar á heildina er litið verð ég að segja að warriorinn sé besti tankinn, var það allavega til að byrja með, var hannaður sem besti tankinn í upphafi.
Margir vilja halda því fram að druids og paladins séu mikið betri í Aoe-tankinu en warriors, (með swipe og Consecration) En warrior með Demoralizing Shout og Thunderclap, tala nú ekki um Thunderfury, á að geta tankað alveg jafn marga mobba í einu og hver annar.
En þróunin á leiknum hefur gert það að verkum að allir classar eru eins í dag.
Warrior - Paladin - Druid, það er ekki svo mikill munur á þessum clössum í dag að það skipti einhverju svakamáli, munurinn er innan skekkjumarka.
Priest, shaman, druid og paladin, Sama saga hérna, í upphafi voru druids og priests main healers á meðan shamans og paladins voru secondary, en í dag er munurinn samasem enginn. (auðvitað sumir hafa circle of healing á meðan aðrir hafa súper hotseða chain heal, en þegar öllu er á botninn hvolft er munurinn ekkert stjarnfræðilegur).
Sömu sögu er að segja um dpsið.
Druid, Hunter, mage, paladin, Priest, rogue, shaman, Warlock og warrior, það geta allir out-dpsað alla, eithvað sem hefði ekki verið talað um fyrir tveimur árum.
En já, mitt mat er samt það að warriorinn sé besti tankinn, finnst hann allavega skemmtilegastur þegar kemur að því að tanka :)
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.