Get ekki verið alveg sammála þessu (amk ef þú ert að vísa í thottbot líka með þessu svari, veit ekki hvað upphafsmaður telur með í “co”).
Það eru auglýsingalinkar á thottbot sem eru með vírusa/keylogger. Það sem gerist er að allt í einu breytist browserinn, minnkar, og þú færð aðvörun um að þú þurfir að skanna tölvuna því þú sért með vírus. Pop-up gluggi býður þér að velja ok eða cancel við að fara inn á ókeypis vírusskann síðu frá Microsoft, en þú ferð inn á hana hvort sem þú velur cancel eða ok.
Einhversstaðar í ferlinu er reynt að smita tölvuna.
Alls ekki fara inn á síðurnar með Internet Explorer, notaðu Firefox og blokkaðu script/auglýsingar (ekki alveg viss hvernig maður gerir það, veit bara að það er talað um með “no script extension”).
Skannaðu tölvuna þína með vírusvarnarforriti, spybot, adaware og bara öllu arsenalinu sem þér stendur til boða. Persónulega myndi ég trúlega formata tölvuna bara ef ég hefði grun um keylogger inn á henni, bara til að vera safe.
Ef þú heldur að þú sért með vírus, loggaðu þig inn á öruggri tölvu og breyttu passwordinu þínu. Skannaðu svo þína tölvu rækilega.
Svo er náttúrulega lausnin á öllum svona vandamálum að henda PC druslunni og fá sér Mac.
Bætt við 21. mars 2008 - 14:30
Btw ég held að amk tveir úr guildinu mínu hafi lent í þessu ógeði, að keylogger frá thott hafi náð passwordinu þeirra og accountinum þeirra þannig verið stolið.