Sælt veri fólkið..
..það er nú málið að ég formattaði tölvuna mína fyrir stuttu og þurfti þar af leiðandi að installa wow aftur í tölvuna.
Þegar ég var búinn að installa og byrjaði að spila aftur þá virtist ekki vera neitt vandamál. En þar sem ég vil oft vera með youtube og radioblog á á meðan ég spila þá vil ég hafa windowed mode, þegar ég setti það á þá virtist eins og ég væri að lagga á fullu.. en ms-ið í leiknum er aðeins um 120 svo ég var ekki að lagga. Charinn hreyfist voða hægt og hikar stundum, alveg eins og lagg.
Þetta var ekki svona áður en ég formattaði..
.. Veit einhver hvað er að?