Sko eins og allir eru búnir að segja, held ég, þarftu næstum örugglega meira minni (ef þú ert bara með 128Mb). Ég er með Win2k og 128Mb er bara alveg hlægilegt (margar nýjar tölvur eru seldar svoleiðis) svo ég stækkaði upp í 384Mb. Diablo segist vera að nota svona um 340Mb af því.
Og svo hjálpar ótrúlega að nota ‘Disk Defragmenter’ (<i>Start->Programs->Accessories->System Tools->Disk Defragmenter</i>) og ættu allir að nota það minnst einu sinni í mánuði, helst oftar. Það endurraðar dótinu á harðadisknum þínum til að hámarka afköst.
Ef ekkert virkar geturðu prófað að: taka afrit af <i>save</i> möppunni, gera <i>uninstall</i> á Diablo, uppfæra <a href="
http://www.microsoft.com/directx/">DirectX</a>, uppfæra aðra skjákorts ‘drivera’, keyra Disk Defragmenter og loksins setja Diablo upp aftur.