Sælt veri fólkið.
Manic Zealots er raiding guild sem var stofnað af hópi vina í þeim tilgangi að spila þennan leik (og aðra tsk tsk) til skemmtunar og stunda endgame content þ.e.a.s. raid instöns.
Þar til nú höfum við einblínt okkur á að raid-a 10 manna instöns skipað litlum hópi af fólki. Það hefur gefið okkur stjórnendum glögga sýn á karakter fólksins og þar með guildisins.
Reynslan er sú að þetta hefur reynst okkur mjög vel þó þetta hafi tekið tíma, en við teljum nú að það sé komin tími á að færa út kvíarnar og hleypa inn nýju fólki.
Eins og staðan er núna sjáum við ekki fyrir því að við náum að byrja á 25 manna instönsum þar til í fyrsta lagi í byrjun febrúar en þangað til erum við stjórnendur Manic Zealots búnir að hugsa fyrir því hvernig halda eigi tvö 10 manna raid í Karazhan og Zul'Aman í viku.
Ég tel þetta allt af hinu góðu þar sem móttó-ið okkar er einmitt það að okkur lyggur ekkert á.
En já endilega ef einhver hefur áhuga. Nánari upplýsingar hér að neðan ásamt kröfum.
Guild: Manic Zealots
Faction: Alliance
Realm: Kul'Tiras (PVE)
Aldurstakmark: 16 ára
Recruiting: Allir klassar.
Sérstök þörf: Tanks og Healers. Warlocks ekki illa séðir heldur.
Þakka ykkur fyrir lesturinn.
P.S. Ef þið hafið einhverjar fleiri spurningar eða vantar einhverjar upplýsingar endilega sendið mér póst hérna á huga eða ingame. Getið einnig haft samband við “Unile” ingame.