Sælir

Ég ætla fyrst að segja ykkur frá bakgrunn mínum; Ég hef spilað WoW síðan í júní 2006 án nokkurra pásu. Ég hætti fyrir tveimur mánuðum og hef ekkert spilað síðan þá.

Ég vil leita svara. Ég ætti frekar að spyrjast fyrir um þetta á /heilsa en það eru meiri líkur á því að maður lendi á einhverjum með svipaðri reynslu hér!

Síðan ég hætti í WoW hef ég eytt fleiri fleiri klukkustundum á dag með vinum utan skóla. Einhvernvegin fannst mér það aldrei nóg, mér fannst ég stöðugt fáránlega einmanna og aðgerðarlaus. Ég held að aðgerðarleysið sé fíknin - og það að ég var að losa mig við hana en einmannaleikinn var það að þegar ég spilaði sem mest var ég að tala við mörg hundruð manns daglega, stöðugt, allan tímann alltaf einhver mannleg real-time samskipti. Mjög fjölbreytileg en alltaf jafn skemmtilegt.

Þegar ég hætti fannst ég mér vanta allt slíkt, ég varð einmanna þó svo að ég eyddi öllum lausum tíma með vinum og skemmti mér. Það mætti segja að það vanti stóran hlut í líf mitt. Þessi samskipti, misgáfuð, mislöng og misskemmtileg en alltaf hafði maður einhvern til þess að tala við.

Sama hve miklum tíma ég eyði með vinum - og fjölskyldu jafnvel finnst ég mér alltaf jafn aðgerðarlaus og þá daga sem ég hitti ekki neinn fæ ég nagandi einmannaleika, tvo mánuði eftir að ég hætti að spila.

Hafið þið einhver ráð til þess að sporna við þessu? Ég meina, ég vil ekki byrja að spila aftur nokkuð svona… ég hugsa að engin face-to-face samskipti jafnast á við það sem maður stundaði samhliða því að skjóta niður critters með fireblasts… þetta hreinlega “sökkar”.

Hjálp?